2.5.2024 : Reykir - 7. bekkur

Árlega fer 7. bekkur í skólaferð á Reyki  þar sem margt skemmtilegt er brallað. Það sem m.a. er gert er að þau eru með tískusýningu, fara í sundlaugarpartý, taka traust-göngu, fara í heimsókn á byggðasafnið og fara í fullt af leikjum. Síðasta kvöldið var svo farið í náttúrulaugina þar sem nemendur nutu náttúru og góða veðursins. í lokin fengu allir derhúfur og var mikið um það að nemendur skrifuðu nöfnin sín á húfurnar hjá öðrum til minningar um frábæra ferð. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. 

...meira

30.4.2024 : Textílmennt í 6. bekk

Mikið er um að vera í textílmennt hjá 6. bekk þar sem aðalverkefnið er að sauma fjölskyldupúða. Nemendur koma með teiknaðar myndir af höndum þeirra sem þeim þykir væntum og mála á efnið. Það er handsaumað með aftursting og vélsaumað efni í kringum myndina og púðanum lokað. Nemendum þykir þetta verkefni mjög skemmtilegt og hafa komið margar flottar útfærslur af verkefninu eins og má sjá á myndunum hér undir.Þau hafa frjálsar hendur þegar að það kemur að efnisvali og staðsetningum á höndum og því mikil sköpunargleði. ...meira

29.4.2024 : Myndmenntakennsla úti

Þegar veðrið er svona gott þá er erfitt að sitja inni svo 3. bekkur smellti sér út í myndlistartímanum að teikna fallega hraunið okkar. Búið var að sýna þeim nokkrar myndir eftir Kjarval, þeim bent á hvernig hann málaði hraunið og að sjónarhornið væri frábrugðið því sem þau eru vön. Hér eru nokkrar myndir af okkar frábæru nemendum teikna og eiga samræður verkefnið.


...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is