Fréttir

2.5.2024 : Reykir - 7. bekkur

Árlega fer 7. bekkur í skólaferð á Reyki  þar sem margt skemmtilegt er brallað. Það sem m.a. er gert er að þau eru með tískusýningu, fara í sundlaugarpartý, taka traust-göngu, fara í heimsókn á byggðasafnið og fara í fullt af leikjum. Síðasta kvöldið var svo farið í náttúrulaugina þar sem nemendur nutu náttúru og góða veðursins. í lokin fengu allir derhúfur og var mikið um það að nemendur skrifuðu nöfnin sín á húfurnar hjá öðrum til minningar um frábæra ferð. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni. 

...meira

30.4.2024 : Textílmennt í 6. bekk

Mikið er um að vera í textílmennt hjá 6. bekk þar sem aðalverkefnið er að sauma fjölskyldupúða. Nemendur koma með teiknaðar myndir af höndum þeirra sem þeim þykir væntum og mála á efnið. Það er handsaumað með aftursting og vélsaumað efni í kringum myndina og púðanum lokað. Nemendum þykir þetta verkefni mjög skemmtilegt og hafa komið margar flottar útfærslur af verkefninu eins og má sjá á myndunum hér undir.Þau hafa frjálsar hendur þegar að það kemur að efnisvali og staðsetningum á höndum og því mikil sköpunargleði. ...meira

29.4.2024 : Myndmenntakennsla úti

Þegar veðrið er svona gott þá er erfitt að sitja inni svo 3. bekkur smellti sér út í myndlistartímanum að teikna fallega hraunið okkar. Búið var að sýna þeim nokkrar myndir eftir Kjarval, þeim bent á hvernig hann málaði hraunið og að sjónarhornið væri frábrugðið því sem þau eru vön. Hér eru nokkrar myndir af okkar frábæru nemendum teikna og eiga samræður verkefnið.


...meira

9.4.2024 : Foreldrabréf fyrir apríl

Hér er foreldrabréfið okkar fyrir apríl mánuð. Rólegur mánuður framundan en ýmislegt á dagskránni samt sem áður. Með hækkandi sól er mikilvægt að skoða vel hjól barnanna og hjólareglur skólans.


Paskabros

22.3.2024 : Gleðilega páska

Kæru foreldrar/forráðamenn

Páskabrosið er komið út. Lesið og njótið. Það er svo margt skemmtilegt í gangi hjá okkur á hverjum degi! Smellið hér til að lesa Páskabrosið.

Hafið það sem allra best um páskana. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 2. apríl.

...meira

7.3.2024 : Foreldrabréfið fyrir mars

Hér er foreldrabréfið fyrir mars. Það styttist í páskafrí en samt er nóg framundan.
Við hvetjum ykkur til þess að lesa vel yfir teymiskennsluna því það er afar fróðlegt og þið fáið góða sýn á þá vinnu sem er í gangi í skólanum.



29.2.2024 : Ávaxtakarfan - söngleikur

Avaxtakarfan

Dagana 1. og 2. mars verður söngleikurinn Ávaxtakarfan sýndur í Hraunvallaskóla

Sýningar verða föstudaginn 1. mars kl. 18:00 og laugardaginn 2. mars kl. 12:00 og 15:00. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna - Ekki láta þessa sýningu framhjá ykkur fara! Miðasalan er hafin og er í Mosanum og á skrifstofu Hraunvallaskóla. ...meira

6.2.2024 : Foreldrabréf fyrir febrúar

Hér er foreldrabréfið fyrir febrúar. Það er margt skemmtilegt um að vera hjá okkur á næstunni og vil ég sérstaklega taka fram að miðasala fyrir söngleikinn okkar um Ávaxtakörfuna hefst þann 15. febrúar en sýningar verða 1. og 2. mars. Fyrsti líðanfundurinn okkar fór fram í dag og hlökkum við til að eiga þessa fundi með ykkur öllum.



Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is