Við í Hraunvallaskóla erum árlega með „Jólahurðaskreytingakeppni“ meðal árganga. Þetta er skemmtileg keppni sem hefur vaxið ár frá ári og skólinn okkar verður fallegri með hverju árinu. Nú er það svo að hvar sem gengið er inn um hurðar kemur gleðin á móti okkur og við brosum og okkar hlýnar í hjarta. Hér eru myndir af hurðunum sem börnin okkar hafa verið að gera undanfarna vikur og metnaðurinn í algleymingi.