Bókasafn

Nám og kennsla

Skólabókasafnið er lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans. Þar er fjölbreytt úrval af bókum til yndislestrar auk náms- og kennslugagna.

Bókasafn Hraunvallaskóla er opið á skólatíma. Markmið skólasafnsins er meðal annars að örva lestraráhuga nemenda og að veita nemendum og starfsfólki greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum.

Fjölbreyttir safnkostir

Á bókasafninu eru tímarit, myndefni og spil fyrir nemendur til að njóta. Einnig eru tölvur sem nemendur hafa aðgang að fyrir verkefnavinnu. Nemendum er kennt í samstarfi við kennara að nota safnið og safnkostinn þannig að þeir þekki þá möguleika sem bókasafnið býður upp á með tilliti til yndislesturs, upplýsingaöflunar og vinnslu.

Starfsfólk safnsins eru Karítas Guðmundsdóttir og Kristín Garðarsdóttir.