Líðanfundir hefjast á mánudaginn 2. nóvember. Tilgangur fundanna er að búa til vettvang þar sem foreldrar/forsjáraðilar geta hitt foreldra/forsjáraðila annarra barna í árganginum, sagt frá sínu barni og hlustað á aðra. Líðan fundir í nóvember Allir líðanfundir hefjast kl. 8:15 og þann dag munu nemendur í 5.-10. bekk ekki mæta fyrr en kl. 9:15. Nemendur í 1.-4. bekk verða í gæslu í Hraunseli á meðan líðanfundi stendur. Tilgangur fundanna er að búa til vettvang þar sem foreldrar/forsjáraðilar geta hitt foreldra/forsjáraðila annarra barna í árganginum, sagt frá sínu barni og hlustað á aðra. Hægt er að ræða margt sem tengist líðan barns s.s. gengi í samskiptum, gengi í skóla og áskoranir t.d. greiningar. Með því vonumst við til að umburðarlyndi og skilningur aukist og samstarf verði meira á milli foreldra/forsjáraðila. Skólastjórnandi stýrir umræðum, ásamt umsjónarkennara, en það er mikilvægt að ræða einungis sitt barn, ekki nefna nöfn á öðrum börnum né starfsmönnum skólans, vera málefnaleg og sýna vinsemd og virðingu. Fundirnir verða á íslensku en þeir aðilar sem vilja tjá sig á öðru tungumáli geta gert það en við munum láta reyna á tæknina og notast við þýðingarforrit. Fundirnir eru á eftirfarandi dagsetningum: 1. bekkur – 20. nóvember 2. bekkur – 29. nóvember 3. bekkur – 25. nóvember 4. bekkur – 27. nóvember 5. bekkur – 04. nóvember 6. bekkur – 13. nóvember 7. bekkur – 05. nóvember 8. bekkur – 19. nóvember 9. bekkur – 11. nóvember 10. bekkur – 06. nóvember Með bestu kveðjum Stjórnendur Deila Tísta