Félagsmiðstöðin Mosinn
Mosinn er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5.–10. bekk í Hraunvallaskóla. Aðaláherslan er á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga í 8.–10. bekk þrisvar sinnum í viku en líka er boðið upp á starf fyrir 5.–7. bekk tvisvar sinnum í viku.
Mosinn á samfélagsmiðlum
Mosinn notar samfélagsmiðla mikið í starfinu, og eru nemendur sem og foreldrar og forsjáraðilar hvattir til að skoða bæði dagskrá og myndir sem koma þar inn.
Opnunartímar
Hópastarf fyrir ungmenni með fötlun í 8. – 10. bekk
Hópastarfið er fyrir ungmenni með fötlun sem þurfa á auknum félagslegum stuðning að halda og vilja komast í hóp þar sem þau fá tækifæri til að kynnast jafningjum sínum.
Markmið hópastarfsins er að veita ungmennum stuðning til þess að efla félagsfærni sína og mynda tengsl, æfa samskipti og byggja upp traust í öruggu umhverfi.
Lögð verður áhersla á að ungmennin fái að hafa áhrif á dagskrá starfsins, koma sínum skoðunum á framfæri og undirbúa starfsemi hópastastarfsins.
Hvernig sæki ég um
Það þarf að sækja um hópastarfið og eftir að umsókn er send inn verður haft samband við forráðamann. Samtal við forráðamann og fulltrúa frá fjölskyldu og barnamálsviði ásamt starfsmanni Mosa tryggir að undirbúningur verði sem bestur og þáttakan verði sem ánægjulegust.
Hvenær og hvar
Hópastarfið fer fram annan hvorn fimmtudag frá klukkan 19:45 – 21:45 í Mosanum, félagsmiðstöðinni í Hraunvallaskóla.
Umsjón
Petra Hjartardóttir, þroskaþjálfi í Hraunvallaskóla sér um starfið ásamt starfsmönnum Mosans.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á Petru á netfangið petrah@hafnarfjordur.is eða á Arnbjörgu Mist, deildarstjóra tómstundamiðstöðvarinnar, á netfangið arnbjorga@hraunvallaskoli.is