Nám og kennsla

Frístundaheimilið Hraunsel

Frístundaheimilið Hraunsel er fyrir börn í 1. til 4. bekk. Þar er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur.

Skráning í frístund

Foreldrar skrá barnið í frístund á frístundavefnum Völu. Best er að senda inn skráninguna fyrir 15. júní, eftir það fara umsóknir á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Skráning gildir í eitt skólaár í senn (ágúst–júní). Sjá nánar um frístund á vef Hafnarfjarðar.

Opnunartími

Hraunsel opnar eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og er opið til kl. 17:00. Hraunsel er lokað í vetrarfríi og tvisvar yfir skólaárið vegna skipulagsdaga.

Hafa samband

Best er að ná inn í Hraunsel með því að hringja eða senda tölvupóst á deildarstjóra eða aðstoðarverkefnastjóra. Það getur verið erfitt að ná í starfsfólk á milli kl. 13:00 og 14:30, þess vegna eru foreldrar beðnir um að hringja fyrir þann tíma til að koma skilaboðum á framfæri.

Frístundaakstur

Börn í 1.–4. bekk fá fylgd í frístundaakstur sem keyrir þau á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins. Skrá þarf barn sérstaklega í frístundaaksturinn í Völu. Aksturinn er ókeypis og komast öll skráð börn að, líka börn sem eru ekki skráð í frístundaheimili.

Sjá nánar um frístundaakstur á vef Hafnarfjarðar.