Skólinn

Í Hraunvallaskóla eru 2 til 3 bekkir í hverjum árgangi. Í upphafi skólaársins 2023–24 voru um 550 nemendur í skólanum.

Skólahverfi Hraunvallaskóla markast af svæðinu á Völlunum frá Reykjanesbraut inn að Hvannavöllum. Börn hafa forgang í þann hverfisskóla þar sem þau eiga lögheimili en hægt er að sækja um skólavist í öðrum skólum. Sjá nánar um innritun í grunnskóla.

Leiðarljós og stefna Hraunvallaskóla

Leiðarljós skólans eru: VináttaSamvinnaÁbyrgð.

Hraunvallaskóli hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Í raun má segja að nemendur hefji skólagöngu sína 18 mánaða í Hraunvallaskóla og ljúki henni við 16 ára aldur. Leik- og grunnskóli vinna náið saman, meðal annars með samstarfi milli leikskólakennara sem hafa umsjón með elstu börnunum í leikskóla og grunnskólakennara. Stjórnun og rekstur er aðskilinn milli skólastiganna og því hafa bæði stigin sinn skólastjóra. Skólastjóri grunnskólans er Lars Jóhann Imsland Hilmarsson og hefur hann starfað við skólann frá apríl 2011. Skólastjóri leikskólans er Guðbjörg Hjaltadóttir en hún hefur starfað við skólann frá ágúst 2019.