Skólaráð

Skólinn

Samráðsvettvangur um skólahald

Skólaráð grunnskóla er samstarfsvettvangur starfsfólks skóla, nemenda, foreldra og grenndarsamfélags. Ráðið er kosið til tveggja ára í senn.

Skólastjóri boðar til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári og sendir út fundaáætlun skólaársins. Hann boðar til funda, sendir drög að umræðuefnum og stýrir fundum. Aðstoðarskólastjóri ritar fundargerð og sér til þess að þær birtist á vef skólans.

Helstu verkefni skólaráðs

  • Umfjallanir um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
  • Umsagnir um áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skólans áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
  • Að fylgjast með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Skólaráð Hraunvallaskóla 2025–2026

Nafn Hlutverk Netfang
Lars Jóhann Imsland Skólastjóri [email protected]
Guðbjörg Norðfjörð Aðstoðarskólastjóri
Jenný Ósk Óskarsdóttir Fulltrúi kennara
Margrét Lára Guðmundsdóttir Fulltrúi kennara
Sigríður Harpa Hannesdóttir Fulltrúi foreldra
Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir Fulltrúi foreldra
Arnbjörg Mist Ásgeirsdóttir Fulltrúi grenndarsamfélagsins
Hulda Karen Freysdóttir Fulltrúi nemenda
Rebekka Chelsea Fulltrúi nemenda