Áherslur í skólastarfi

Skólinn

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins. Í heilsueflandi grunnskóla er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi átta þætti skólastarfsins:

  • Nemendur.
  • Mataræði og tannheilsa
  • Heimili.
  • Geðrækt.
  • Nærsamfélag
  • Hreyfing og öryggi
  • Lífsstíll.
  • Starfsfólk.

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar.

Áherslur Hraunvallaskóla í opnu skólastarfi

  • Teymisvinna og teymiskennsla (kennaraþrenna og parakennsla).
  • Fjölbreyttir kennsluhættir.
  • Skapandi skólastarf.
  • Tækni er áberandi í öllu skólastarfi.
  • Þemanám – samþætting.
  • Byrjendalæsi.
  • SMT – Jákvæð skólafærni.
  • Smiðjur og verk- og listgreinar.
  • Áhersla á skólaþróun
  • Samstarf grunn- og leikskóla.
  • Öflugt foreldrasamstarf.
  • Jákvæðni og starfsgleði.

Viðmið um opið skólastarf

Það er ekki til ákveðin skilgreining á opnum skólum en sameiginleg viðmið hafa verið sett fram.

  • Aldursblöndun í bekki eða blandaðir hópar (ekki getuskiptir).
  • Nánasta umhverfi er mikið nýtt til kennslu. Hér er einnig vísað til frelsis nemenda til að fara um skólann og notkun nemenda og kennara á nánasta umhverfi til náms.
  • Kennslurými er skipt upp í svæði með mismunandi viðfangsefnum og nemendur fást við ólík viðfangsefni á sama tíma.
  • Nemendur hafa mikið val um hvað þeir gera, hvernig og hvenær þeir taka þátt.
  • Leikur er mikið notaður í kennslu, nemendur eru virkir og þar af leiðandi ríkir ekki alltaf þögn.
  • Mikil samvinna er milli nemenda, kennara og foreldra. Foreldrar koma í skólann og taka þátt í starfinu með ýmsum hætti.
  • Borin er virðing fyrir nemendum og þeim treyst.
  • Mikið er af fjölbreyttum námsgögnum og efni sem nemendur koma með.
  • Ekki er mikil áhersla á formlegt kennslufyrirkomulag.
  • Nemendum er mikið kennt í litlum hópum, einnig er mikil einstaklingsvinna.
  • Nemendur taka þátt í að setja reglur, reglur sem eru fáar og einfaldar.
  • Mikið og gott skipulag.

Nemendur í opnum skólum (teymiskennslu)

  • Fá oftar að velja viðfangsefni eftir áhuga.
  • Fá að ráða meira um námið.
  • Nota netið meira við upplýsingaleit.
  • Setja sér oftar markmið.
  • Telja sig fá meiri leiðsögn um hvernig þeir geti bætt sig í náminu.
  • Hafa oftar kennara sem hlusta á það sem þeir hafa að segja.
  • Eru í betri samskiptum við kennara sína.

Áhersla í opnum skólum

  • Ábyrgð og samvinna.
  • Virkni og leikni.
  • Tækni.
  • Heildstæð verkefni.
  • Fjölbreytt og örvandi námsumhverfi.
  • Umburðarlyndi og félagshæfni.
  • Leiðsagnarhlutverk og samvinna kennara.

Hvers vegna opnar skólastofur?

  • Stuðla að teymisvinnu, efla samábyrgð kennara og rjúfa einangrun þeirra.
  • Koma betur til móts við þarfir nemenda – einstaklingsmiðun.
  • Skapa meiri sveigjanleika.
  • Opna skólann og gera starfið sýnilegra.
  • Gera skólann líkari góðum vinnustað.
  • Breytt samfélag – nútíma áherslur.
  • Breyta kennsluháttum – nemandinn er miðpunktur skólastarfsins.

Heimild: Ingvar Sigurgeirsson

SMT-skólafærni

SMT-skólafærni þjálfar félagsfærni og æskilegri hegðun er veitt aukin athygli með markvissu hrósi og umbunum. Skýr fyrirmæli eru höfð að leiðarljósi og rækt lögð við góð samskipti.

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni (Parent Management Training). Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar, í samvinnu við félagsþjónustuna og heilsugæsluna, býður upp á námskeið fyrir foreldra til þess að vinna eftir PMT. PMT-foreldrafærni byggir á kenningu Dr. Gerald Pattersons og er oft kennd við Oregon-fylki í Bandaríkjunum og kallast þar Positive Behavior support (PBS).

Skýrar og sýnilegar reglur

Með SMT-skólafærni skapast betra námsumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Reglur skólans eru skýrar og sýnilegar þannig að bæði nemendur og kennarar vita til hvers er ætlast. Skólareglurnar eru kenndar í upphafi hverrar annar og rifjaðar upp eftir þörfum.