Mat á skólastarfi

Skólinn

Innra mat

Í skólanum er unnið að margvíslegu innra mati í tengslum við daglegt skólastarf. Stöðugt er leitað leiða til að bæta starfsemi með tilliti til náms einstakra nemenda, hópa og skólans í heild. Þetta er gert með ýmsu móti, til dæmis í teymisvinnu með einstaka nemendum, skólaþróunarverkefnum í námsgreinum og sérstökum umbótaverkefnum.

Við Hraunvallaskóla er starfandi sérstakt umbótateymi sem leiðir innra mat skólans. 

Skólastjóri er formlegur ábyrgðaraðili teymisins og tengiliður við skólaráð og matsteymi skólans.

Hlutverk umbótateymis er að:

  • vinna starfsáætlun skólans
  • vinna umbótaáætlun (sem birtist í starfsáætlun Hraunvallaskóla)
  • fylgja eftir umbótaáætlun og umbótastarfi innan skólans.
  • greina niðurstöður kannana (Skólapúls, vinnustaðagreining, og fleira) og kynna fyrir hagsmunaaðilum
  • koma með tillögur að umbótastarfi og fylgja eftir innan skólans.

Skólapúlsinn er sérstakt verkfæri sem skólinn notar til að meta árangur út frá viðhorfum foreldra, nemenda og starfsfólks. Í lok hvers skólaárs kynnir skólinn niðurstöður úr Skólapúlsinum og vinnur  í kjölfarið að umbótaverkefnum.

Áherslur skólans í innra mati og umbótaverkefni í kjölfar innra mats skólans birtast í mats-, símenntunar- og umbóta- og þróunaráætlun skólans sem kynnt er í starfsáætlun skólans.

Ytra mat

Í Hafnarfirði sinnir sveitarfélagið sínum þætti í ytra mati með því að fylgja eftir að grunnskólar sinni sínum þætti í innra mati, leggur til matstækið Skólapúlsinn og vinnur sérstaklega úr þeim upplýsingum með skýrslugjöf eins og við á á hverjum tíma (Skólavogin). Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar fylgir eftir að skólarnir sinni áætlanagerð og umbótaverkefnum.

Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á grunnskólum fyrir hönd mennta- og barnarmálaráðuneytis. Á hverju ári fara 10 grunnskólar á landinu í ytra mat. Þá er starfsemi skólanna metin með hliðsjón af gildandi viðmiðum samkvæmt lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Matið byggir á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra.

Hraunvallaskóli fór í ytra mat skólaárið 2020–21. Teknir voru fyrir 3 fyrirfram ákveðnir matsþættir: stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla og innra mat. Þau tækifæri til umbóta sem komu í ljós voru sett upp í umbótaáætlun sem unnið var eftir.