Hlutverk skólanámskrár er að veita upplýsingar um áætlaða framkvæmd skólastarfs í skólanum í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla. Skólanámskrá skýrir hvaða hæfni er stefnt að nemandi nái á hverju námssviði og námsgrein með daglegu skólastarfi. Ábyrgðin á framkvæmdinni er sameiginleg hjá skólayfirvöldum, starfsfólki skóla, foreldrum og nemendum, með vissri verkaskiptingu og mismunandi ábyrgð í skólastarfinu. Samhliða skólanámskrá er gefin út starfsáætlun skólans sem þarf að lesast samhliða til að skólanámskráin skiljist í heild og í samhengi. Hver árgangur er með sína skólanámskrá með áherslu á það nám og kennslu sem stefnt er að fari þar fram. Skólanámskrá Hraunvallaskóli Almennur hluti Viðauki 1. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 2. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 3. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 4. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 5. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 6. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 7. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 8. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 9. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 10. bekkur - Skólanámskrá 2024-2025 Aðalnámskrá Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um grunnskólastarfið og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og er gefin út af mennta- og barnamálaráðuneytinu. Aðalnámskrá grunnskóla Grunnþættir Læsi. Sjálfbærni. Lýðræði og mannréttindi. Jafnrétti. Heilbrigði og velferð. Sköpun. Grunnþættir aðalnámskrár